FRUMSÝNING Á NÝJU MYNDBANDI MEÐ QUARASHI

0

quarashi use (1)

Í dag frumsýnir Albumm.is glænýtt myndband með hljómsveitinni Quarashi við lagið „Chicago.“ Lagið hefur ómað á útvarpsstöðvum landsins undanfarna daga og óhætt er að segja að viðtökurnar hafa verið glæsilegar. Quarashi menn eru á blússandi siglingu um þessar mundir, en sveitin er að vinna að plötu og einnig mun hún koma fram á þjóðhátíð í Eyjum í ár.

„Chicago“ er fyrsta lagið og myndbandið þar sem allir upprunalegu meðlimir eru með eða allt frá því að Höskuldur Ólafsson sagði skilið við sveitina árið 2002.

Það eru Samúel og Gunnar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot sem leikstýra myndbandinu og óhætt er að segja að virkilega vel til tókst!

quarashi use (2)

Albumm.is náði tali af Sölva Blöndal og spurðum við hann nokkra spurninga.

Hvað kom til að þið eruð að koma allir saman?

Menn eru bara í stuði og okkur var farið að klæja í puttana, langaði að fara að spila og því ekki þá að henda í lag.

Er ekki plata á leiðinni?

Jú ég get staðfest það að við erum í stúdíói um þessar mundir að taka upp nýtt efni, en hún ætti að koma út seinna á þessu ári!

Hvernig kom lagið og myndbandið til?

Ég var kominn með einhverja grunna og sendi það á strákana þeim leist vel á og fóru að pæla í þessu. Hittumst nokkrum sinnum í stúdíóinu og úr varð „Chicago.“ Við erum mjög ánægðir með útkomuna og allir „all in!“ Myndbandið er unnið af Samúel og Gunnari hjá framleiðslufyrirtækinu Skot en þeir eru algjörir snillingar. Þeir komu með þessa snilldar hugmynd en allt sem þeir snerta er tær snilld!

Er ekki stemming fyrir þjóðhátíð í eyjum?

Jú maður, það er massa stemming í hópnum og við munum tjalda öllu til. Ný lög, original line up og fimmtán þúsund manns, getur alls ekki klikkað!

Hækkið í botn og njótið!

http://www.thequarashivibe.com/

http://skot.is/

Comments are closed.