FRUMSÝNING Á ALBUMM / TÓNLISTARKONAN BLÁSKJÁR SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „SILKIREIN“

0

silki 3

Tónlistarkonan Bláskjár sendir frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband í dag þann 11.11 kl: 11.11. Myndbandið er við lagið „Silkirein,“ sem er nýjasta smáskífa tónlistarkonunnar og hluti af væntanlegri Ep plötu hennar, sem kemur út á næstu mánuðum. Myndbandið er það fyrsta í röðinni af væntanlegri myndbandaröð, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa dans í forgrunni með það að markmiði að hægt sé að líta á verkin bæði sem dansstuttmyndir og tónlistarmyndbönd.

silki 2
Lagið er dáleiðandi blanda af íslenskri 17. aldar ljóðlist og folk skotnu triphoppi, með rafmögnuðum hljóðheim. Lagið er samið við ljóð Stefáns Ólafssonar (1619-1688 Raunakvæði, sem samið var á 17. öld. Lagið er ástarljóð til konu, sungið af konu og fjallar um ástina sem aldrei varð eða verður.

silki 4
Leikstjóri myndbandsins er Marzibil S. Sæmundardóttir og er þetta hennar fyrsta tónlistarmyndband, en hún hefur áður getið sér gott orð fyrir stuttmyndir eins og Freyju, Unicorn og Jón Jónsson, sem komst í úrslit í Viewster Online Film Festival keppninni. Marzibil útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2013, þar sem hún stundaði nám í almennri kvikmyndagerð með áherslu á handrit og leikstjórn.

silki 5

Danshöfundur og dansari myndbandsins er Heba Eir Kjeld. Heba útskrifaðist frá listdansbraut Listaháskóla Íslands síðastliðið vor og hefur getið sér gott orð í dansheiminum fyrir eigin verk og samstarf með öðrum listamönnum.

 

Comments are closed.