FRUMSÝNING Á ALBUMM – MOSI MUSIK SENDIR FRÁ SÉR MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „LESSON“

0

mosi frum 2

Mosi Musik sendir frá sér nýtt myndband við lagið „Lesson“ af plötunni „I Am You Are Me.“
Þetta er þriðja tónlistarmyndbandið sem Mosi Musik sendir frá sér en þau gáfu fyrr á þessu ári út myndband við lagið „I Am You Are Me (feat. Krúz)„ og þar á undan kom út myndband við lagið „Set It Free“ en þau myndbönd hafa vakið talsverða athygli.
Ólíkt fyrri myndböndum Mosi Musik sem bæði eru leikin, þá er þetta tónlistar myndband endurunnið úr gamalli franskri kvikmynd, „A Trip To The Moon,“ frá árinu 1902 eftir leikstjórann Georges Méliès.

mosi frum

Arnar Birgis.

Myndbandið er klippt af Arnar Birgis sem er meðlimur í Mosi Musik en hann spilar á slagverk og harmonikku. Arnar er einnig þekktur sem listmálari og kemur líka víða við á öðrum stöðum í tónlistar senunni en hann spilar einnig með Boogie Trouble og Babies svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur áður gert tónlistar myndbönd fyrir Reboyz og Teit Magnússon.
Mosi Musik er að spila á Iceland Airwaves í ár og er hægt á sjá hljómsveitina lifandi á eftirfarandi stöðum á meðan Airwaves hátíðin stendur:

4. nóv. mið. kl. 16.00 – Lucky Records – Off Venue
4. nóv. mið. kl. 20.00 – IÐNÓ – ON Venue
5. nóv. fim kl. 17.00 – Bar 11 – Off venue
6. nóv. fös. kl. 17.00 – Aurora – Off venue
7. nóv. lau. kl. 18.15 – Dillon – Off venue

Comments are closed.