FRUMSÝNING Á ALBUMM.IS / MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „TO TWO TIMES“ MEÐ HLJÓMSVEITINNI QUEST

0

quest

Hljómsveitin Quest sendir frá sér myndband við lagið „To Two Times“ af stuttskífunni Gala. Hugmynd myndbandsins var að fá aðila sem höfðu aldrei komið nálægt hljóðfærum, til að koma og sitja fyrir sem einskonar hljómlistarfyrirsætur. Afraksturinn er hreint út sagt frábærlega skemmtileg tilraun sem fangar óaðfinnanleg augnablik og sannfæra áhorfandann um hljómleikalegt ágæti fyrirsætanna.

QUEST 3

Quest er hljómsveit úr Breiðholti sem stofnuð var í byrjun sumars árið 2014 en meðlimir hennar eru þeir Bjarni Svanur Friðsteinsson, Grétar Mar Sigurðsson og Hreiðar Már Árnason.
Þetta sama ár tók sveitin upp stuttskífu í Stúdíó Sýrlandi sem kom út í október á síðasta ári.

Tónlistin er samin með það að forskrift að fara út fyrir þægindasviðið, einlægni gagnvart tilfinningum sem og ferli sköpunarinnar.

Myndbandið var unnið af meðlimum Quest sem eru engir nýgræðingar í gerð tónlistarmyndbanda og koma úr Listaháskóla Íslands, Kvikmyndaskóla Ísland og Háskóla Íslands.

Með vorinu hyggst Quest fara í tónleikaferðalag um Evrópu, til að kynna stuttskífuna ásamt ógrynni af nýju efni. Sveitin leggur mikið upp úr lifandi tónlistarflutningi þar sem bæði er skemmt og ögrað í senn og verður gaman að sjá hvernig meginlandið tekur í slíka fagmennsku og gleði í góðum gæðum.

Skífunni má svo hala niður, án endurgjalds hér:

Comments are closed.