FRUMSÝNING Á ALBUMM.IS – FRIÐRIK THORLACIUS MEÐ SITT FYRSTA RAPP LAG FRÁ ÁRINU 2004 „STILLANDI DILLANDI“

0

ksf 3
Friðrik Thorlacius er enginn nýgræðingur þegar kemur að rappi en hann gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Igor á sínum tíma. Kappinn hefur verið iðinn við að semja og spila tónlist siðan Igor lagði upp laupana en hann er meðlimur í hljómsveitinni KSF (Killer Sounding Frequencies) sem hefur verið að gera það mjög gott að undanförnu.
Friðrik sendir nú frá sér lagið „Stillandi Dillandi“ og er það frumsýnt hér á Albumm, en þetta mun vera hanns fyrsta rapp lag frá árinu 2004. Kappinn hefur engu gleymt og ef eitthvað er hefur hann aldrei verið betri!

Frábært lag hér á ferðinni og þetta á án efa eftir að hljóma í ófáum partíum á næstunni. Hækkið í græjunum og dillið ykkur inn í helgina!

ksf

Það er eitthvað mjög skrítið en á sama tíma mjög spennandi að vera kominn á ellefta árið sem að ég hef ekki rappað í mækinn af einhverju ráði. Þetta gleður mig á margan hátt þar sem að ég fann mig aldrei sem rappara á þeim tíma, var miklu meira fókusaður á tónlistina og hefur það gengið vonum framar og má segja að ég hafi fundið minn stað og stund hvað það varðar.

Ég var á samning hjá Senu á sama tíma og Rottweiler voru upp á sitt besta og voru það mjög skemmtilegir en krefjandi tímar fyrir ungan gutta eins mig. Ég þurfti að sanna mig og koma mér á framfæri en ég var með örðuvísi stíl, það hreinlega virkaði helvíti vel og var spilað útum allar trissur! Ég öðlaðist mikla reynslu og atvinnu tækifæri fyrir vikið og endaði meira að segja sem útvarpsmaður á FM957 sem að ég sá aldrei fyrir. Sem krakki stamaði ég það mikið að ég átti erfitt með skólagöngu fyrstu árin en í gaggó var hrist af sér hrynjandann og rappað alla daga, þangað til að maður gat farið að syngja og einhvernveginn róaðist líkaminn og ég hætti að stama. Ég tók ekki einusinni eftir því, mamma var á þessum tíma að fara að senda mig einmitt til Svíþjóðar í talkennslu sem að var á endanum hætt við.

Eins og Jón Gnarr sagði, ég var einusinni nörd! En innst inni algjör töffari og þurfti að sparka sjálfum mér í gang og hafa trú á sjálfum mér.
Mér var mikið strítt út af þessu stami og hversu lítill ég var og ég sendi fanta stóra ást til allra krakka þarna úti sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma og hafa minnimáttarkennd yfir einhverju í fari þeirra … eða eiga það hreinlega erfitt. Hafið trú og traust á ykkur því að það kemur ykkur áfram í lífinu og ekki láta neinn hafa áhrif á ykkar tilfinningar eða skoðanir.
Takk fyrir mig, Takk fyrir að vera til & verið góð við hvort annað.“ – Friðrik Thorlacius

Comments are closed.