FRUMFLUTNINGUR Á LAGINU „GOT THIS“ MEÐ TOGGA NOLEM OG CELL7

0

toggi

Toggi Nolem Gíslason er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann hefur komið víða við. Toggi var meðal annars í goðsagnakenndu rappsveitinni Skytturnar frá Akureyri svo fátt sé nefnt og er hann þessa stundina að vinna að plötu. Nú er kappinn kominn með glænýtt lag sem er frumflutt hér á Albumm. Það er engin önnur en lifandi goðsögnin Cell7 (Ragna Kjartansdóttir) sem sér um rappið og lætur hún það flæða eins og enginn er morgundagurinn.

Toggi: Mig langaði til að gera lag með drottningunni, eitthvað old school með fönk ívafi, þannig ég hafði samband við Rögnu Cell7 og hún var game og eftir nokkur hugmyndaköst okkar á milli varð þetta bít fyrir valinu. Big Gee og Nino sáu um scratch og hópur fólks fenginn í bakraddir. Ég er einstaklega ánægður með samstarf okkar Rögnu og lærði margt af henni, hún er ekki bara flinkur rappari heldur líka frábær producer.“

Við hjá Albumm erum stolt af því að frumflytja lagið Got This.

Comments are closed.