FROSTI GRINGO SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ “HALL OF THE SLAIN (TEN THOUSAND LIKE YEARS AWAY)“

0

FROSTI
Frosti Jón Runólfsson eða Frosti Gringo eins og hann er kallaður er mikill snillingur og margt til lista lagt. Frosti er kvikmyndagerðarmaður og tónlistarmaður en hann hefur sent frá sér fjölda mynda eins og t.d. heimildarmynd um goðsagnakenndu hljómsveitina Mínus.

FROSTI 3

Kappinn er trommuleikari og er um þessar mundir að berja húðir í hljómsveitum eins og Legend og Esja en það er nóg um að vera hjá frosta utan þess. Frosti er iðinn við að semja tónlist en hann sendi frá sér glænýtt lag á dögunum sem nefnist “Hall Of The Slain (Ten Thousand Like Years Away).“

FROSTI 2

Myndbandið er einkar skemmtilegt en þar má sjá góðkunn andlit bregða fyrir og hinn sáluga bar Sirkus.
Drunginn er allsráðandi í laginu og setur lagið tóninn fyrir komandi vetur. Virkilega töff lag frá þessum hæfileikaríka snillingi.

Tengdar greinar:

http://albumm.is/legend-dublin-sunnudagur

http://albumm.is/legend-dublin-tonleikarnir

http://albumm.is/legend-dublin-laugardagur

http://albumm.is/legend-dublin-fostudagur

http://albumm.is/legend-albumm-alla-helgina-beint-fra-dublin-irlandi

Comments are closed.