FRÓÐUR SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „8. APRÍL“ TIL MINNINGU AFA SÍNS

0

FRÓÐUR

Tónlistarmaðurinn Valur Freyr eða Fróður eins og hann kallar sig er 23 ára Keflvíkingur en hann sendi á dögunum frá sér glænýtt lag sem nefnist „8. Apríl.“ Um sjö ára aldurinn byrjaði Fróður að hlusta á rapp en fimmtán ára samdi hann sinn fyrsta rapp texta og þá var ekki aftur snúið.

„Ég fékk þennan titil á lagið til þess að heiðra minningu um afa minn hann var 66 ára þegar hann framdi sjálfsvíg þann 8. apríl í fyrra. Hann ól mig upp sem sinn eigin son og ég er skýrður í höfuð á honum. Við bjuggum saman við unnum saman ef honum leið illa leið mér illa, ef honum leið vel leið mér vel.“ – Fróður

Lagið er tekið upp hjá Ólafi Ingólfssyni betur þekktur sem tónlistarmaðurinn DÖGG  en Arnar Ingólfsson sá um taktinn.

Comments are closed.