Frítt á heimildarmynd um Eurovision stjörnurnar og pönk bandið Pertti Kurikan Nimipäivät

0

Norræna húsið vekur athygli ykkar á finnsku heimildarmyndinni, The Punk Syndromes sem fjallar um Eurovision stjörnurnar og pönk-bandið Pertti Kurikan Nimipäivät. Myndin hefur fengið fjölda verðlauna eins og Besta sjónvarpsheimildarmyndin á Prix Europa í Berlín 2013 og áhorfendaverðlaun á Yamagata heimildarmyndargerðarháðinni í Tókýó 2013.

The Punk Syndrome er heimildarmynd um harðasta pönkband Finnlands, Pertti Kurikan Nimipäivät, sem kom fram á Iceland Airwaves 2016 og tók þátt Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Finna árið 2015. Hljómsveitarmeðlimirnir, Pertti, Kari, Toni og Sami eru allir með þroskaskerðingu en spila tónlist sýna með stolti og stælum. Við fylgjumst með þeim rífast, verða ástfangnir og upplifa sterkar tilfinningar á löngum dögum í hljóðverum og á tónleikaferðalagi. The Punk Syndrome er kvikmynd um kjarna pönksins sem og saga fólks sem gerir uppreisn gegn viðteknum venjum.

The Punk Syndrome er sýnd í Norræna Húsinu á morgun 25. Febrúar kl. 13:00. Enskur texti og aðgangur ókeypis! Hægt er að nálgast frímiða á Tix.is

Skrifaðu ummæli