FRIKKI OG KSF HEILLA SVÍA UPP ÚR SKÓNUM

0

Frikki á góðri stundu

Friðrik Thorlacius er annar helmingur hljómsveitarinnar KSF (Killer Sounding Frequencies) en sveitin hefur verið að gera það heldur betur gott að undanförnu. Frikki eins og hann er kallaður og hinn helmingur sveitarinnar Sigurjón Friðriksson fluttu fyrir tæpu ári til Svíþjóðar ganggert til að sinna KSF batteríunu enn betur.

Frikki er ekki þekktur fyrir að láta hendur liggja en hann er búinn að landa tveimur störfum hjá einu rótgrónasta plötufyrirtæki Svía Discrepublic.com og hinsvegar prentfyrirtækinu Attention Media.

ksf 4

Það er nóg um að vera hjá drengjunum en þeir koma fram á Pop Up Art Festival í Berlín um næstu helgi og svo verður skellt upp heljarinnar tónleikum á Nasa í ágúst en frekari upplýsingar og forsala miða verður auglýst á næstu dögum.

Albumm.is náði tali af Frikka og sagði hann okkur nánar frá öllu ævintýrinu!

Hvað ertu að bralla í Svíþjóð og hvenær fluttirðu út?

Það var búið að vera í pípunum lengi að flytja út, það hljómaði ótrúlega spennandi og á endanum var fallist á að flytja til Svíþjóðar þar sem að okkur var boðið frábært húsnæði sem að við gátum ekki neitað enda erum við alsæl hérna í sænsku sveitinni. Eins og kannski flestir vita þá fluttum við út til að fylgja eftir velgengni KSF (Killer Sounding Frequencies) sem að við störtuðum árið 2012 og sáum strax að við þyrftum að taka þetta nýja batterí út fyrir landsteinana til að opna fyrir okkar markað og hefur það gengið vonum framar og erum við bara rétta að byrja.

ksf 2

Það er samt fátt skemmtilegra en að koma heim og spila fyrir fólkið okkar, það myndast svo rafmögnuð stemmning í hvert skiptið og við leggjum líka allt í að gera tónleika okkar sem allra flottasta! En við byrjuðum ekki að vinna fyrr en sirka hálfu ári eftir að við fluttum út, það var erfitt að finna vinnu fyrst en svo bara kom þetta hjá okkur á einu bretti sérstaklega líka þegar sænskan var farin að verða betri hehe, algörlega „Mycket bra.“

13664403_10210256748399739_1527129966_n

Ég er að vinna hjá rótgrónu sænsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í plötuframleiðslu, sem sagt frá hönnun á umslaginu, prentun og fjölföldun diskana sem og USB lykla sem hægt er að fá í formi nafnspjalds eða 3D prentaður frá logo. Gæðin eru hreint út sagt æðisleg og höfum við KSF bræður verið að hanna okkar eigin plötu í gegnum fyrirtækið síðustu daga og er útkoman hreint út sagt brilliant!

13649707_10210257787625719_1380548575_n

Snilldin við fyrirtækið er að maður þarf ekki að binda sig við mörg hundruð plötur, snilldin er sú að þú getur pantað minnst 50 stk sem að er æðislegt og samt með sömu gæðin. Ég er að sjá um þessa deild frá A-Ö og er að senda á öll norðurlöndin og fannst mér tilvalið að kynna þetta fyrir Íslendingum en það stór partur af Íslensku tónlistarfólki sem vita ekki af svona þjónustu.

Hvað er mest verið að panta (vínyl, Cd, usb etc) og hvaða format ert þú hrifnastur af?

Við erum að mestu leyti að framleiða geisladiskana, þeir virðast enn vera mjög vinsælir hjá flestum en svo eru sumar hljómsveitir og fyrirtæki sem að þora að prófa eitthvað nýtt eins og við KSF bræður erum að prófa okkur áfram  og erum með geisladisk og USB í sama pakkanum og útkoman er hreint út sagt frábær, stílhreint og öðruvísi! En svo veit ég til að það er fyrirtæki heima sem að gerir vínyl plötur en það er www.vinyll.is og væri hægt að vinna í samstarfi við þá með prentun o.s.f.v.

Eins og þú kemur inná hér að ofan finnst ykkur fátt skemmtilegra en að spila á tónleikum! Nú gefst landanum kostur á að sjá KSF drengina á Nasa 26. Ágúst. Hvernig legst það í ykkur, verður öllu til tjaldað og á ekki að trylla líðinn?

Eins og kannski flestir vita þá hefur tónleikastaðurinn okkar íslendinga Nasa ekki verið opinn í langan tíma og virðist vera algjör þörf á alvöru tónleikum. Við höfum því slegið til eftir að ég komst að því að hann væri opinn í sumar en svo er framhaldið óvíst þar sem að planið er að rífa staðinn niður fyrir hótel. Eins sorglegt og það hljómar þá ætlum við að gleðja okkar fólk með alvöru tónleikum í kannski síðasta skipti á Nasa.

ksf plaggat

KSF bræður munum stíga á svið ásamt stórum gestum og með alvöru sándi frá Ofur hljóð og ljósum. Aðeins fimmhundruð miðar verða í boði þannig að búist er við að miðar seljist upp ansi fljótt.

Svíþjóð virðist vera að fara ansi vel með ykkur en er engin heimþrá og er ekkert á döfinni að flytja heim á klakann?

Já það má með sanni segja að Svíþjóð sé að leggjast bara vel í okkur en það er auðvitað líka búið að vera góður skóli að henda sér svona í djúpulaugina, en það er búið að vera ansi mikið um að vera hjá okkur félögum síðan í ágúst í fyrra.

ksf

Við höfum verið að spila útum allar trissur með ótrúlegum meðbyr frá nýjum tónleikagestum og sérstaklega fólkinu okkar heima sem að er að fylgjast með þessu ævintýri okkar. Þess vegna erum við ótrúlega spenntir að koma heim aftur í ágúst til að spila á hinum goðsagnakennda Nasa þar sem að ég fékk þann heiður að hita upp fyrir heilan örmul af stórum plötusnúðum þegar techno.is var og hét. Það verður yndislegt að sjá ný og gömul andlit dansa fram á nótt með risa bros á vör og gleðina í dansandi fótum.

Eitthvað að lokum?

Við erum að klára að klippa nýjasta myndbandið okkar frá því að við spiluðum í þriðja sinn á Secret Solstice hátíðinni í sumar undir pökkuðu  húsi. Fylgist vel með á næstu dögum þar sem að þetta er klikkað vídeó við nýjasta lagið okkar sem er tribute til hins mikla meistara ODB úr stórsveitinni Wu-Tang Clan!

Takk fyrir okkur, njótið þess að vera til, verið góð við hvort annað og hlökkum til að sjá ykkur á Nasa föstudaginn 26. Ágúst.

https://soundcloud.com/ksficeland

http://www.skivtryck.se/

http://www.attentionmedia.se/

Comments are closed.