FRIÐRIK ÖRN SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „MEANT TO BE“

0

Tónlistarmaðurinn Friðrik Örn Emilsson var að senda frá sér lagið „Meant To Be.“ Friðrik er ekki einn á ferð en Dagur Snær Elísson gerði lagið og sá um hljóðvinnsluna en Friðrik samdi laglínuna og textann.

Friðrik Örn er 22 ára og kemur frá Hveragerði. Hann hefur verið í tónlist í nokkru ár en aðallega komið fram og sungið á skemmtunum og skólakeppnum.

„Ég er búinn að vera vinna með honum Degi, sem er góður vinur minn. Hann er með flott stúdíó heima hjá sér og er virkilega efnilegur producer. Við tókum okkur saman í júlí og vildum gera eitthvað gott þar sem lagið Crazy hafði vakið athygli meðal annars á Kótilettunni í sumar.“ – Friðrik Örn

Friðrik Örn er meðlimur Sælunnar frá Selfossi, sem gáfu út Draumaland. Einnig syngur Friðrik viðlagið í Niceland ásamt Þóri Geir, sem tók þátt í The Voice og viðlagið í Crazy með þeim Gabríel Werner og Degi Snæ í GDMA.

Skrifaðu ummæli