FREYR HELGASON

0

Ljósmyndari: Viðar Stefánsson

Freyr Helgasson er eitt af þeim nöfnum sem poppar fyrst upp þegar hugsað er til hjólabrettasenunnar á Akureyri. Hann er einn af þeim sem hafa mest látið af sér kveða að norðan og virðist ekki láta neitt stoppa sig þrátt fyrir aðstöðuleysi í hans heimabæ. Hann og reykvíski skeitarinn, Ingvar Haukur Jóhannsson , voru báðir á tímabili kenndir við finnska hjólabrettafyrirtækið Murros og voru með þeim betri í „team-inu.“ Murros hætti síðan óvænt vegna peningaleysis, svo því miður varð ekkert meira úr því.

Freyr lét það nú ekki stoppa sig og hefur verið iðinn síðan þá við að filma með vinum  sínum, Viðari Stefánssyni og Elvari Erni Egilssyni, en Elvar  nam þá nám við Kvikmyndaskóla Íslands og skilaði inn hjólabrettavídeói sem lokaverkefni og fékk heila 10 í einkunn fyrir.

Ljósmyndari: Elvar Örn Egilsson

Albumm.is sá sér ekki annað fært en að pósta þessum snilldar grip hér á síðuna sem inniheldur einmitt okkar mann, Frey Helgason, en myndefnið er alveg frá því að hann var fimmtán ára, en hann er átján ára gamall í dag. Ennþá skeitandi eins og enginn sé morgundagurinn og eigum við von á nýjum parti frá honum , vonandi fyrr en síðar.

Gjörið svo vel!

Comments are closed.