Frestunarárátta og ótti við að standa ekki undir væntingum

0

Sveinn Guðmundsson og Magnús Leifur Sveinsson skipa hljómsveitina Sveinn & Sveinsson en Kapparnir voru að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið „Jólafól.“ Magnús Leifur var áður gítarleikari og söngvari indí hljómsveitarinnar Úlpa og Sveinn hefur gefið út eina plötu og tvær smáskífur undir eigin nafni.

Jólafól er lag um stressið og streituna sem getur fylgt aðventunni. Textinn er að hluta til byggður á reynslu höfundar (Svein Guðmundssonar) af jólaundirbúningi, frestunaráráttu og ótta við að standa ekki undir væntingum.

Lag og texti eru eftir Svein og Magnús Leifur sá um upptökur, hljóðjöfnun og hljóðblöndun. Saman léku þeir á hljóðfæri og útsettu lagið. Allar upptökur og eftirvinnsla fóru fram í hljóðveri Magnúsar Leifs, Aldingarðinum.

Skrifaðu ummæli