FRANZ GUNNARSSON ER KOMINN Á STJÁ SEM PAUNKHOLM

0

franz

“Einn dag í einu,“ er fyrsta lagið frá Paunkholm sem er sóló verkefni tónlistarmannsins Franz Gunnarssonar. Lagið er tekið af væntanlegri plötu sem ber heitið Kaflaskil en hún mun koma á markað í desember.

„Einn dag í einu“ fjallar um að taka viðsnúning í lífinu til betri vegar úr villuráfandi ástandi neyslu og vonleysis. Kristófer Jensson syngur lagið en hann er best þekktur fyrir störf sín með sveitinni Lights On The Highway.

Comments are closed.