FRANKIE KNUCKLES AFMÆLISVEISLA Á PALOMA 17. JANÚAR

0

frankie 2

Hústónlistargoðsögnin Frankie Knuckles hefði orðið sextíu og eins árs á mánudaginn 18. Janúar og er því tilvalið að heiðra kappann. Skemmtistaðurinn Paloma stendur alltaf fyrir sínu en það eru Dj Kári, Dj Yamaho og Dj Tommi White sem munu halda uppi fjörinu á sunnudagskvöldið 17. Janúar eins og þeim einum er lagið í anda Frankie Knuckles.

kári, tommi, yamaho(natalie)

Dj Kári, Dj Yamaho og Dj Tommi White

Frankie Knuckles eða Francis Nicholls eins og hann hét réttu nafni er fæddur 18. Janúar 1955 í Bronx í New York. Frankie er goðsögn en hann er maðurinn sem færði heiminum House tónlist og er hann iðulega kallaður „The godfather of house music.“ Frankie átti stórann þátt í því að koma house tónlist á kortið en hann var búsettur í Chicago á áttunda áratugnum og var hann fastráðinn plötusnúður á skemmtistaðnum The Warehouse. Nafnið House Music er tekið út frá skemmtistaðnum en fólk lagði leið sína þangað til að hlusta á Frankie fara á kostum og sagði einfaldlega „lets go to the house.“

paloma frankie
Einnig verða leynigestir þetta kvöldið en Herlegheitin byrja stundvíslega kl 23:00

Ekki láta þig vanta á hústónlistarpartý ársins!

Comments are closed.