FRANK MURDER SAFNAR FYRIR PLÖTU Á KAROLINA FUND OG ER BÚINN AÐ SMÍÐA SÉR TIL MODULAR HLJÓMGERFIL

0

frank 3

Þorgeir F. Óðinsson hefur starfað við raftónlist í um 20 ár. Hann er ef til vill best þekktur undir nafninu Frank Murder þó hann hafi gefið út víðsvegar undir öðrum nöfnum. Það hefur farið lítið fyrir honum síðastliðin ár en hann hefur komið sterkur aftur inn á sjónarsviðið á síðastliðnu ári.

Hann hefur ákveðið að skilja algjörlega við notkun tölvuforrita við tónlistarsköpun og hefur sett saman vél, svo kallaðan Modular hljómgerfil, sem getur bæði stýrt rythma og tónastrúktúr ásamt því að gefa frá sér hljóð. Þorgeir forritar vélina til þess að skila út tónfræðilegum niðurstöðum byggðum á algrorythmískum formúlum tengdum rythma sem hann forritar einnig inn í vélina. Þannig vinnur vélin á ákveðnum forsendum og skilar frá sér tónlist.

frank

Þorgeir spilar á vélina með þeim hætti að hann breytir forsendunum sem vélin vinnur eftir og rythmanum sem hún byggir á. Hann breytir einnig hljóðunum sem hún gefur frá sér og skiptir hljóðum inn og út til að skapa spennu og framþróunn í tónlistinni. Þorgeir segir að þetta sé kanski líkar að vinna með stórri jazz hljómsveit sem á stundum kann á tón og rythma fræði betur en hann sjálfur og hafi hugrekki til að fara á undarlegar og framandi slóðir sem hann sjálfur myndi ef til vill ekki rata eða þora á ef hann ætti að taka ákvörðun um hvar, hver og ein nóta ætti að liggja. Niðurstaðan er einhverstaðar á mörkum Jazz og Techno í víðasta skilning hvoru tveggja og þar sem hljóðvinnslan er öll analog, hliðræn á góðri íslensku, er hljómurinn djúpur hlýr og góður.

Þorgeir hefur spilað þónokkuð undanfarið og vakið mikla lukku en það er eðli vinnuferlisins að útkoman er aldrei eins, þannig hafa undanfarnir tónleikar hans allir verið einstakir og Þorgeir segir að þeir séu jafn mikið ferðalag fyrir sig sjálfan og fyrir áhorfendur. Þetta er því eins lifandi elektrónísk tónlistar sköpun og hún gerist. Þorgeir breytir gjarnan allri uppsetningu á vélinni milli tónleika til þess að tryggja að sama augnablikið endurtaki sig ekki tvisvar.

frank 2

Þorgeir hefur einnig tekið þó nokkuð upp í stúdíó á síðast liðnu ári og hafa strákarnir hjá Möller Records útgáfunni tekið saman nokkrar af þeim upptökum og stendur til að gefa það út á næstunni. Platan samanstendur af fimm mismunandi ferðalögum sem hafa þó einhvern samhljóm og eiga það öll sameiginlegt að vera nokkuð rythma drifin. Löginn eru á bilinu 10 – 17 mínútur og ættu að þykja algjört konfekt fyrir flesta sem líður vel utan popp rammans.

Það ætti að gleðja marga fagurkera að það stendur til að koma plötunni út á vínyl formi en hún yrði þá tvöföld og passað vel upp á að öll vinnsla á henni styðji við hið svokallaða analog hljóð. Það hefur verið sett á laggirnar Karólína fund söfnun til þess að styðja við framleiðsluna á vínyl plötunni en hún virkar sem eiginleg forsala á plötunni, en forsalan stendur til 4. Maí.

Til þess að kynna plötuna verður Þorgeir með tónleika undir nafninu Frank Murder á kaffi Vínyl hverfisgötu þann 10. apríl. En ásamt Þorgeiri mun Breski tónlistarmaðurinn Chevron einnig spila en hann fagnar útgáfu plötu sinnar Posibilitys á sama tíma. Það er þó ljóst að tónlistin sem flutt verður er ekki sú sama og á hljómplötunni enda stendur það ekki til af hálfu Þorgeirs að endurtaka sig.

Comments are closed.