FRAMINN VERÐUR GJÖRNINGUR Í BAKGARÐI

0
Hulda og Lilla

Hulda og Lilla

Listakonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Áslaug Lilla Leifsdóttir fremja gjörning í bakgarði listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5, laugardaginn 10. september. kl. 16.00. Viðburðurinn er hluti af myndlistarsýningu þeirra „Uppskera“ sem stendur yfir í Gallerýi Ófeigs á sama stað til 21.september.

Málverk eftir Huldu

Sýningin Uppskera er önnur í sýningaröð listakvennanna Áslaugu Lillu Leifsdóttur og Huldu Vilhjálmsdóttur og framhald af sýningunni „Vorið Hlær.“ Hún er tileinkuð erótíkinni sem myndast í samruna fallinna laufa og blautlegum undirbúning komandi kuldatíðar. Þar sem hinir skæru litir heyja baráttu við fullþroska liti jarðarinnar og leggja hvíldarslikju uppskerunnar á æsingageisla sumarsins.

„Konan með brúnu hendurnar er farin inn í skóg. Hún hefur falið sig þar umlukin gróðri og vatni. Hún talar við karlfugl sem liggur nautnalegur í blautum mosa. Hann er með bringuna fulla af berjum og sigurvíman sligar gang, hann fagnar hausti. Karlfuglinn og konan deila sigri þess að hafa lifað sumarið af.“

Comments are closed.