FRÆGÐIN EKKI BÚIN AÐ BANKA UPP Á EN ER SAMT ROKKSTJARNA

0

Akureyringurinn Össur eða PartyJesusIsDead eins og hann kallar sig var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „Rckstr.“ Lagið fjallar einfaldlega um það hvað honum finnst hann vera mikil rokkstjarna, þó svo að frægðin er ekki enn búin að banka upp á hjá honum.

Össur hefur verið að vinna mikið í tónlist að undanförnu ásamt félaga sínum Nvre$t sem pródúsaði einmitt lagið Rckstr.

„Lagið varð þannig til að hann spilaði nýtt beat fyrir mig í stúdíóinu (shoutout á AK studio) og ég kom upp með hookin. Skrifaði síðan fyrsta versið og kom aftur næsta dag með hitt versið. Svo líkaði mér bara svo vel við það að ég ákvað bara að gefa það út.“

Gaman verður að fylgjast nánar með PartyJesusIsDead á næstunni og nýja projectinu hans sem er í vinnslu!

Skrifaðu ummæli