FRÁBÆR STEMNING Á SECRET SOLSTICE UM HELGINA

0

Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram um helgina sem leið og var stemmingin hreint út sagt stórkostleg. Dagskráin í ár var sko alls ekkert slor og má þar t.d. Nefna Foo Fighters, The Prodigy, Emmsjé Gauti og Richard Ashcroft svo fátt sé nefnt.

Þótt afar vætusamt hafi verið yfir helgina mátti sjá bros úr hverju andliti og skemmtu tónleikagestir sér afar vel! Ljósmyndarinn Hörður Ásbjörnsson mætti á hátíðina fyrir hönd Albumm.is og tók hann þessar skemmtilegu ljósmyndir.

 

http://secretsolstice.is

Skrifaðu ummæli