FRÁBÆR STEMNING Á INNIPÚKANUM

0

Eflaust eru margir enn að skríða saman eftir verslunarmannahelgina en fjölmargar hátíðir og skemmtanir voru út um allt land! Mikið umstang getur fylgt því að fara á slíka skemmtun, reyndar svo mikið að sumum finnst bara betra að sleppa því og vera heima. Innipúkinn fór fram í Reykjavík um helgina nánar tiltekið á Húrra og Gauknum og var stemningin hreint út sagt frábær!

Dagskráin á Innipúkanum í ár var sko ekkert slor og má þar t.d nefna Cyber, Joey Christ, Fufanu og Siggu Beinteins & Babies svo sumt sé nefnt!

Ljósmyndarinn Aníta Eldjárn mætti á Innipúkann og tók hún þessar frábæru ljósmyndir!

 

Innipukinn.is

Skrifaðu ummæli