FRÁBÆR STEMNING Á DRUSLUPEPPKVÖLDI

0

Á morgun laugardag 29. Júlí verður Druslugangan gengin frá Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, bankastrætis og mun enda á Austurvelli þar sem við tekur fundarhöld og tónleikar!

Markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Ekki á að einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpum!

Herlegheitin byrja stundvíslega kl 14:00 og má búast við metþáttöku í ár. Færum skömmina þar sem hún á heima! Á miðvikudaginn sem leið var svokallað Druslupeppkvöld á Bryggjan Brugghús og var stemningin mjög góð!

Ljósmyndarinn Aníta Eldjárn kíkti á svæðið og tók hún þessar frábæru myndir!

Skrifaðu ummæli