ÓKANNAÐAR LENDUR HIMINGEIMSINS Í EINMANNALEGA VÍÐÁTTU

0

28. mars síðastliðinn gaf FALK út plötuna Disconnected eftir ThizOne. Platan er gefin út stafrænt ásamt 50 kassettu upplagi og hægt er að streyma og niðurhala hér í gegnum Bandcamp síðu Falks.

Disconnected er fyrsta plata tónlistarmannsins ThizOne a.k.a. Sigtyggur Egilsson. Sigtryggur hefur verið viðloðinn „underground“ elektroniksenunnar um árabil. Á hans unglingsárum vakti hann athygli með músíkhópnum Weirdcore og lögin hans „Hell is…” og „Awakening Humanoid” komu út á safnplötu Weirdcore árin 2009 og 2010. Sigtryggur flutti nýlega til Berlínar þar sem hann stundar BA Nám í Music Production and Performance í dBs Music School. Finna má efni eftir Sigtrygg á „underground“ útgáfum svo sem LadyBoy Records og Sweaty Records en Disconnected er hans fyrsta sólóplata.

Þegar hlustað er á Disconnected þá skynjar maður að ThizOne hafði sökkt sér í ókannaðar lendur himingeimsins sem og hugans. „Space Oddity” er blanda af drónasándi og vanstilltri acid music sem nær einhvern veginn með gamalli geimfaratækni að fleyta okkur yfir heiðhvolfið og á sporbrautina. „Lost in Space” er djúpt og hratt teknókikk en „Aeronautic Exploration” fer með þig í ferðalag til víðgeimsins þar sem að rafrænt bergmál frá vetrarbrautum í órafjarlægð minnir þig á einmanalega víðáttuna.

ThizOne býr til og spinnur lög í þessu stóra alheimstómarúmi ruddalegt elektró og hættulegt teknósánd sem hefur hámarks áhrif. Lög eins og „Oomph,” „Hack Saw” og „Onion Shake” hafa knýjandi dansgólfsbít með dynjandi bassa, ómannlega fagurfræði og fleyg efnasambönd sem leggjast og bráðna saman. Lagið „Berlin” sýnir virðingu höfundar fyrir áhrifavöldum eins og AFX og Autechre með hörkulegum og grófum takti í bland við sundurleita tóna.  Lokalag plötunnar heitir „Good Things Will Happen Soon” og er víðáttumikið epískt Acid teknó þar sem að beljandi taktur og stjörnusláttur geimsins þýtur framhjá þotunni þinni á 100.0000 km hraða.

ThizOne hefur rólega en örugglega unnið upp orðstír sinn innan íslensku elektróniksenunnar. Með þessarri útgáfu stígur hann út fyrir hina íslensku en takmarkandi senu og á nýjar brautir. Disconnected er mögnuð og einbeitt elektrónik yfirlýsing.

Disconnected er gefið út af af íslensku tónlistar og listahópnum FALK (Fuck Art Lets Kill) Records sem hafa  síðan 2007 einbeitt sér að skapandi og tilraunakenndri tónlist frá listamönnum á borð við AMFJ, KRAKKKBOT, AUXPAN, ULTRAORTHODOX. Síðasta ár var gríðarlega annasamt í útgáfum hjá FALK en þá gaf FALK út HARRY KNUCKLES, K. FENRIR, HEIDATRUBADOR, OKISHIMA ISLAND TOURIST ASSOCIATION,  AAIIEENN & Decanter og nýjustu AMFJ útgáfuna Ball.

Í tónleikahaldi var síðasta ár einnig annasamt en FALK flutti inn og hélt tónleika með listamönnum á borð við Shapednoise, breska Techno listamanninn PERC, Damien Dubrovnik auk showcase tónleika með bresku kassettu útgáfunni OPAL TAPES

Í febrúar 2017 kom út platan LORD PUSSWHIP IS DEAD og framundan eru útgáfur frá HUREN og GHOSTIGITAL og tónleikar með bresku „techno not techno” hljómsveitinni GIANT SWAN, og ECTOTHERM label showcase með COURTESY og MAMA SNAKE.

Skrifaðu ummæli