FRÁ HJÁLMUM OG MEMFISMAFÍU Í SÍN UPPÁHALDS LÖG

0
 Sigurdur_Gudmunds_edit
Sigurður Guðmundsson er margþættur persónuleiki. Til þessa hefur hann getið sér gott orð fyrir að syngja með lopapeysuröstum og mafíósum ýmis konar – semsagt – hljómsveitum sínum Hjálmum og Memfismafíunni. Að þessu sinni er hugmyndin að leggja uppúr nánd og berskjöldun. Á þessari kvöldstund mun Sigurður syngja úrval af sínum uppáhaldslögum, studdur af engu öðru en píanóleik Hjartar Ingva, hljómborðsleikara Hjaltalín. Á tónleikunum munu heyrast lög úr ýmsum áttum, þó með áherslu á ameríska söngbók öndverðar 20. aldarinnar, en einnig nýrri ópusum. 
12278989_10153800020101214_5779159414948786022_n
Oscar Wilde ritaði eitt sinn eitthvað á þá leið, að hefnd væri diskur sem skyldi berast fram kaldur. Söngvar Sigurðar fara hinsvegar vel með sérbrugguðum bjór Bryggjunnar, ísköldum en flóknum. Tónleikarnir fara fram í bruggsal Bryggjunnar 2. febrúar næstkomandi og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti. 
Bryggjan er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík sem leggur áherslu á fersk hráefni og gæða bjór af ýmsum tegundum sem dælt er beint úr brugghúsinu. Bryggjan getur tekið á móti allt að 280 gestum og er opin frá 11 til 01 alla daga vikunnar.

Comments are closed.