Frá Deep House yfir í dimmari og niðurnjörvaðri stíl

0

Tónlistarmaðurinn Jónbjörn meðstofnandi Lagaffe Tales útgáfunnar, gefur út fjögurra laga skífu á FALK Disks, undirútgáfu FALK. FALK (Fuck Art Lets Kill) hefur frá árinu 2007 verið skapandi miðstöð Íslenskra sem og erlendra tónlistarmanna í heimi tilraunakenndrar raftónlistar, t.d. allt frá hávaðarokki yfir í power elektróník, neðanjarðar hip hop yfir í DIY teknó og raftónlist. 2017 gaf FALK út tónlist með listamönnum á borð við Íslenska hip-hop listamanninn LORD PUSSWHIP, teknó raftónlistarmanninn ThizOne og kanadíska industrial teknólistamanninn /ϟ/HUREN/ϟ/.

Jónbjörn sem starfar í Berlín, er þekktur fyrir starf sitt með reykvíska útgáfufyrirtækinu Lagaffe Tales eina af meginstoðum Íslensku house tónlistarsenunnar en gefur nú út aðeins harðari tóna á FALK Disks.

Á þessari útgáfa fer Jónbjörn frá Deep House hljóðheimnum sem hann er þekktur fyrir yfir dimmari og niðurnjörvaðri stíl. Lagið „Amsiak” opnar skífuna með með smitandi elektrónískum takti þar sem gegnsýrð óhljóð og drunur eru notaðar af miklu örlæti. „Aspekte” er keyrt áfram á yfirdrifnum bassahljóðum sem fljóta á e.t.v. hægari takti.

Á B hliðinni sækir Jónbjörn í harðari teknóhljóðheim í kjölfar veru sinnar í Berlín með laginu „Sunnudagskaffi” sem byggir á duldum grúvtöktum í bland við bassalínurnar. Á sama tíma er lagið „Holy B” ekta vöruskemmuteknó skreytt vélrænum tónum og andrúmslofti sem minnir helst á sveitta múrveggi dýflissu.

Isms EP eftir Jónbjörn kemur út á vegum FALK Records 2.mars 2018 og er platan er masterað af Stephen Bishop frá Opal Tapes.

Lagalisti: 1. Amsiak 2. Aspekte 3. Sunnudagskaffi 4. Holy B

Hér fyrir neðan má heyra nokkur vel valin tóndæmi.

Instagram

Skrifaðu ummæli