FOX TRAIN SAFARI SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „MORE THAN A FEW“

0

FTS cph jazz 3

Hljómsveitin Fox Train Safari sendir í dag frá sér lagið „More Than A Few“ og er það frumflutt hér á Albumm.is. Sveitin var að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og er umrætt lag tekið af henni. Rjúkandi kaffibolli og svört sólgleraugu er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hlustað er á lagið, svalleiki og fágað yfirbragð gerir þetta að einstakri snilld.

solstice

Hljómsveitina skipa Kristján Hafsteinsson, Unnur Karen Karlsdóttir, Sverrir Þór Sævarsson, Rafn Emilsson, Jóhann Guðmundsson, Guðbjartur Sigurbergsson, Kolbeinn Tumi, Helgi Rúnar Heiðarsson,Eiríkur Rafn og Jóhannes Þorleiksson.

Albumm.is náði tali af Kristjáni Hafseinssyni og svaraði hann nokkrum spurningum.

Er lagið búið að vera lengi í vinnslu?

Við erum búin að vera með hálfgerða D’angelo vinnslu á plötunni okkar (semsagt búin að taka frekar langan tíma), erum búin að vera að taka hana upp síðan 2013 með hléum en ákváðum að spila minna undanfarið og setja kraft í að klára hana. Ferlið á bak við „More Than A Few“ var ekkert sérlega langt en við tókum upp allt bandið (sem telur 8-9 manns) en í miðju ferli þá var eiginlega ekki annað hægt en að leyfa röddinni að njóta sín, minna er oft meira.

Hvað geturðu sagt mér um lagið og fjallar það um eitthvað sérstakt

„More Then A Few“ er lágstemmt lag samanborið við önnur lög á væntanlegri plötu Fox Train Safari. Gítar og söngur í aðalhlutverki þar sem fetuð er slóð milli jazz og popptónlistar. Textinn fjallar um það þegar skilin milli raunveruleika og ranghugmynda verða óljós og glímuna sem því fylgir. Rödd Unnar fær að njóta sín og viðeigandi að átakanlegur textinn fái að standa með beru undirspili án óþarfa skrautfjaðra.

Hvað er á döfinni hjá Fox Train Safari?

Platan er í masteringu núna og ætti að vera klár í næstu viku. Þá er að gefa hana út stafrænt og huga að efnislegri útgáfu. Við erum með í vinnslu hjá nokkrum aðilum í Suður Afríku remix á lögum sem verður áhugavert að sjá hvernig kemur út. Annars verður áherslan á að spila og við erum auðvitað á Secret Solstice á sunnudeginum. Við munum svo fljótlega tilkynna um fleiri skemmtileg gigg sem eru í vændum, hérlendis og kannski erlendis.

Comments are closed.