FÓTBOLTI, GRILL, DJ FRÍMANN OG FORMAÐURINN Á PALOMA 3. JÚLÍ

0

PALOMA JESS

Sunnudagsklúbburinn ætlar á morgun 3. Júlí að fagna góðu gengi strákanna okkar úti í Frakklandi með mikilli skemmtun og allsherjar húllumhæ á skemmtistaðnum Paloma.

Herlegheitin hefjast uppúr þrjú með góðri tónlist og grilli í portinu þar sem Vigfús Steinsson, betur þekktur sem Fusion Groove, heyjar frumraun sína í Sunnudagsklúbbnum.

Drengurinn hefur verið að gera það got að undanförnu á börum bæjarins með góðri tónlist og því má búast við framúrskarandi upphitun fyrir stóru stundina. Aldrei að vita hvort Formaðurinn verði eitthvað að sniglast í kringum plötuspilarana!

kári

Formaðurinn

Á slaginu sjö verður leiknum svo blastað á Dubliner sem og uppi á Paloma þar sem gestum gefst kostur á að upplifa Gumma Ben sjálfan í Funktion One hljóðkerfi.

Eftir leik (og sigur) verður haldið í kjallarann góða a.k.a. Cafe Blakkát og er það engin annar en dáðadrengurinn og gæðablóðið Dj Frímann a.k.a. Dj Psycho sem mun halda uppi heiðri Íslands og Sunnudagsklúbbsins til lokunnar.

frímann

Dj Frímann

Formaður Sunnudagsklúbbsins verður að sjálfsögðu á staðnum til að sjá til þess að allt fari sem best fram og því er gestum Klúbbsins bent á að skilja stæla eftir við hurðina en alls ekki gleyma dansskónum.

Verndari og lukkudýr þessarar þjóðhátíðar er að sjálfsögðu Knattspyrnustrúturinn sjálfur en hann mun verða með ávarp eftir leik í gegnum gervihnött.

Við minnum á danskortin góðu og búast má við dömufríi í kringum miðnættið.

Comments are closed.