FÓLK VEIDDI PLÖTUNA Í SÍMANN SINN EINS OG PÓKEMON GO

0

img_3937

Tónlistarmaðurinn Auður er heldur betur á góðri siglingu um þessar mundir en kappinn gerði allt brjálað á Iceland Airwaves um helgina.

Mikla athygli vakti að hægt var að sækja óútkomna plötu hans í svokölluðum Pókemon Go stíl! Fólki gafst kostur á að mæta á Austurvöll og veiða plötuna en rúmlega 4.000 manns nýttu sér tækifærið!

img_3881

Íslendingar hafa alltaf verið framarlega hvað varðar nýjustu tækni og má t.d. nefna hana Björk okkar sem frumkvöðul á þeim vettvangi. Auður fær fullt hús stiga fyrir þetta framúrskarandi „stunt!“

Platan kemur formlega út á næstu vikum!

Comments are closed.