FÓLK FÆR SÓLSKIN Í HJARTAÐ

0

stormur-2

Stormur og Blíða er glæný hljómsveit en hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag og ber það heitið Heilaga Einingin. Sveitin spilar að eigin sögn Tribal Reggae blandað Hip Hop með andlegum textum og er oft dálítið í anda Amabadama. Textarnir eru andlegs eðlis og ætlaðir til að gefa fólki von á erfiðum tímum og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings.

stormur

Þessi glænýja sveit ætlar að taka Iceland Airwaves með trukki í á og kemur hún fram átta sinnum á hátíðinni! Einnig ætlar sveitin að halda sitt eigið svokallað pre-party á Iceland Airwaves í samstarfi við alþjóðlega listamenn en hægt er að kynna sér viðburðinn nánar hér.

Skellið þessu í eyrun á ykkur, Fólki veitir ekki af smá lífrænu rappi og sólskini í hjartað!

Comments are closed.