THE FOGHORNS OG ONE WEEK WONDER TRYLLA LÝÐINN Á KEX HOSTEL

0

The Foghorns snúa aftur til Íslands eftir fimm ára fjarveru á tónleikum á KEX Hostel í kvöld miðvikudagskvöldið 10. maí.  The Foghorns var stofnuð á Íslandi fyrrum ritstjóra The Reykjavík Grapevine, Bart Cameron, og framan var sveitin skipuð honum og núverandi fréttastjóra blaðsins, Paul Fontaine.  The Foghorns hafa undanfarin ár gert út frá Seattle og spila blússkotið þjóðlagarokk af miklum eldmóð.

Processed with VSCO with a6 preset

Ásamt The Foghorns kemur fram hljómsveitin One Week Wonder sem er þríeyki úr Reykjavík skipað þeim Árna Guðjónssyni, Magnúsi Benedikt og Rögnvaldi Borgþórssyni.  One Week Wonder spila dramatískt popp með skírskotun í hljómsveitir á borð við Air og Pink Floyd.

Myndbandið þeirra við lagið Mars vann íslensku tónlistarverðlaunin nýverið sem besta myndbandið en einnig voru drengirnir að koma frá Texas þar sem þeir spiluðu á tónlistarhátíðinni  SXSW við gríðarlega góðar undirtektir.

Frítt er á tónleikana og hefjast þeir stundvíslega klukkan 21:00.

 

Skrifaðu ummæli