FM BELFAST TRYLLIR LÝÐINN Á AUSTURLANDI

0
FM Belfast, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Örvar Smárason og Ívar Pétur Kjartansson.

FM Belfast, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Örvar Smárason og Ívar Pétur Kjartansson.

Hljómsveitin FM Belfast mun blása til heljarinnar tónleika í HAVARÍ á Karlsstöðum laugardagskvöldið 13. ágúst kl 22:00. Hljómsveitin sem stofnuð var árið 2005 hefur vakið athygli heimsins fyrir líflega sviðsframkomu og ljúfa danstóna. Lög eins og „Underwear,“ „Par Avion,“ „Tropical,“ og „I Don’t Wan’t to go to Sleep Either“ hafa haldið þúsundum í góðu formi á dansgólfinu og nú er komið að íbúum Austurlands og þeirra gestum að hrista búkinn.

Havarí

Hljómsveitin gerir sér fyllilega grein fyrir að hljómsveit er ekki til án áheyrenda og biður ykkur því vinsamlegast um að þiggja boð um gleðilegt skemmtikvöld í góðum félagsskap.

HAVARÍ er veitinga- og viðburðahús á Karlsstöðum í Berufirði þar sem ráða ríkjum Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson stundum kennd við hljómsveitina Prins Póló.

Miðasala á viðburðinn er á tix.is

http://www.havari.is/

Comments are closed.