FM BELFAST OG HERMIGERFILL Á HÚRRA Í KVÖLD – EKKI HORFA…HJÁLPAÐU!

0

fm-belfast-og-hermigervill

FM Belfast, Hermigervill og Húrra ætla að halda tónleika til að leggja sitt af mörkum út af hörmungarástandinu í Nígeríu og nágrannaríkjunum þar sem fjöldi vannærðra barna eru í lífshættu. Allur aðgangseyri fer beint til neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi.

Neyðin í Nígeríu er gríðarleg, fleiri en 200 börn látast á degi hverjum vegna vannæringar og þörf er á að stórauka aðgerðir UNICEF. Með réttri meðhöndlun í tæka tíð má koma í veg fyrir 99% dauðsfallanna. Yfirskrift neyðarsöfnunar UNICEF á Íslandi er „Ekki horfa … hjálpaðu.“

unicef

Það er engin nauðsyn að horfa á hræðileg myndbönd eða myndir af vannærðum börnum, sem við höfum öll séð svo oft áður, til að bregðast við. Hægt er að treysta starfsfólki UNICEF á vettvangi til að gera allt sem það getur til að bjarga lífi barnanna.

Ef fólk vill ekki horfa, þarf það ekki að horfa en það getur hjálpað. Þótt við lokum tölvunni, slökkvum á sjónvarpinu eða lítum undan, þá fer vandamálið líka ekki. Enn verða hálf milljón barna í lífshættu vegna vannæringar á svæðinu. Saman getum við hins vegar komið börnum til hjálpar.

Miðaverð á tónleikana er aðeins 2.500 krónur og tónleikamiðinn mun sannarlega hjálpa barni í neyð. Ekki kostar nema 1.000 krónur að veita vannærðu barni meðhöndlun í heila viku. Miðasala fer fram við innganginn. Hleypt inn meðan húsrúm leyfir.

21:00 Húsið opnar
22:00 Hermigervill stígur á svið
23:00 FM Belfast mætir og rífur þakið af húsinu

Eftir tónleikana verður FM Belfast DJ set fram á rauða nótt.

Þau sem ekki komast á tónleikana geta sýnt samstöðu með því að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda sms-ið BARN í nr 1900 (1.000 kr) eða fara inn á www.unicef.is/neyd

https://unicef.is/

Skrifaðu ummæli