FLOTTUSTU BRETTIN Í BÆNUM ERU ÍSLENSK

0

Mold Skateboards er með marga af helstu hjólabrettaköppum landsins á sínum snærum en það eru: Elli Grill, Siggi Rósant (Rósi), Hrund Hanna, Ólafur Ingi Stefánsson og Hlynur Gunnarsson en á myndina vantar Marino Kristjánsson og Arnar Stein. – Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson.

Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards er á blússandi siglingu um þessar mundir en fyrirtækið var að skella glænýjum brettum á markað! Mold Skateboards var stofnað árið 2014 af Hauki Einarssyni en stuttu seinna gekk Steinar Fjeldsted og Ómar Örn Hauksson til liðs við fyrirtækið og svo húðflúrstofan Memoria Collective!

Hér má sjá brettin sem eru í boði en þau koma í stærðum: 8,0 – 8,125 – 8,25 og 8,325.

Brettaplöturnar eru gerðar úr hágæða kanadískum Hlyn eða Sugar Maple og eru sjö laga eins og hefðin er! Orðið á götunni er að Mold plöturnar eru afburða góðar með extra góðu poppi! Grafíkin undir brettunum hefur vakið verðskuldaða athygli en það er grafíski hönnuðurinn og teiknarinn Ómar Örn Hauksson sem á heiðurinn af því.

Brettin fást hjá Memoria Collective á Barónstíg og á heimasíðu Mold Skateboards sem opnar á næstu dögum og kosta þau 12.900 kr og 13.900 kr með sandpappír

Instagram

Skrifaðu ummæli