FLJÚGANDI FRANSKAR, HAMBORGARAR OG DRAGDROTTNINGAR

0

Hljómsveitin Cyber var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband en það ber heitið „PSYCHO.” Countess malaise ljáir einnig laginu rödd sína og óhætt er að segja að útkoman sé virkilega þétt!

Ljósmynd: Hrefna Björg.

Youngnazareth pródúsaði lagið en hljóðheimur hanns er einkar skemmtilegur! Myndbandið er tær snilld en þar má sjá stelpurnar vinna á hamborgarabúllu/sjoppu með ansi skrautlegum hætti en Jóhanna Rakel sá um leikstjórn.

Skrifaðu ummæli