FLJÓTANDI SYNTHAR OG DÁLEIÐANDI SÖNGUR FRÁ GUSGUS

0

Hljómsveitin GusGus er komin aftur á kreik en hún var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Featherlight.” Birgir Þórarinsson eða Biggi Veira eins og hann er iðulega kallaður og Daníel Ágúst Haraldsson skipa sveitina í dag og óhætt er að segja að kapparnir ná afar vel saman!

„Featherlight” er virkilega töff og seiðandi lag þar sem fljótandi synthar og silkimjúk rödd daníels blandast saman á frábærann hátt! Lagið er tekið af væntanlegri plötu GusGus og ef þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal erum við í skýjunum!

Gusgus.com

Skrifaðu ummæli