Flammeus sendir frá sér „Jenny” – Létt og hrátt melódískt rokk

0

Hljómsveitin Flammeus var að senda frá sér lagið „Jenny” og er fyrsta smáskífan sem sveitin sendir frá sér af plötunni The Yellow sem er væntanleg næsta vor.

Jón Tumi Hrannar-Pálmason samdi lagið en hann fær aðstoð frá frábæru tónlistarfólki til að útsetja lögin og taka þau upp. Hljómsveitina skipa Jóhannes Stefánsson (rafgítar), Guðjón Andri Jónsson (hljómborð) og Hafsteinn Davíðsson (trommur) og Tumi spilar á rafbassa og syngur. Í laginu sem um ræðir spilar Jón Tumi reyndar á kassagítar og Jóhannes spilar á bassa en pabbi Tuma syngur bakraddir.

„Jenny” var tekið upp “live” í stúdíóinu í tónlistarakóla Akureyrar, kórinn sem kemur inn í lok lagsins var tekinn upp sér og settur inn eftir á. Laginu má lýsa sem folk-rock, létt og hrátt melódískt rokk. Að sögn Jón Tuma verður platan fjölbreytt, allavega þegar kemur að flokkun niður í tónlistarstefnur.

Skrifaðu ummæli