FJÓRTÁN TÓNLISTARMYNDBÖND TILNEFND Á NORTHERN WAVE FILM FESTIVAL

0

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave Film Festival býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar skemmtilegra viðburða. Hátíðin fer fram dagana 27. – 29. Október næstkomandi í Frystiklefanum í Rifi og fagnar hátíðin 10 ára afmæli sínu með pompi og prakt í ár. Hátíðin er hin glæsilegasta og hvetjum við alla að kynna sér dagskránna á heimasíðu hátíðarinnar hér.

Northern Wave Film Festival er eina alþjóðlega kvikmyndahátíð á Íslandi sem hefur hleypt að tónlistarmynböndum hingað til. Markmiðið með þessari hefð er einnig að koma tónlistarfólki í tengsl við kvikmyndagerðarfólk og öfugt upp á frekari samstarfi í framtíðinni.

Í ár mun Albumm.is í samstarfi við Northern Wave Film Festival tilnefna þau tónlistarmyndbönd sem komust í úrslit í ár. Úrvalið af glæsilegum tónlistarmyndböndum er gífurlega mikið og fer ekki á milli mála að við eigum ótrúlega fært kvikmyndagerðarfólk á íslandi. Það tók vandaðan tíma að fara yfir öll þessi frábæru myndbönd og öll stóru og smáu atriðin sem listrænt auga gefur okkur hinum fært á að sjá, njóta og upplifa.

Hér fyrir neðan eru þau 14 myndbönd sem komust í úrslit í ár:

Artisti: Úlfur Úlfur.

Lag: Geimvera.

Leikstjóri: Magnús Leifsson

Artisti: Úlfur Úlfur.

Lag: Bróðir.

Leikstjóri: Magnús Leifsson

Artisti: Una Stef

Lag: I´m Yours

Leikstjóri: Birta Rán Björgvinsdóttir

Artisti: Jóhann Jóhannsson

Lag: By the Roes, and by the Hinds of the Field

Leikstjóri: Máni Sigfússon

Artisti: Ólafur Arnalds, Alice Sara Ott

Lag: Eyes Shut

Leikstjóri: Máni Sigfússon

Artisti: Frans Bak – Giant Leap

Lag: Sound of North

Leikstjóri: Máni Sigfússon

Artisti: Léon

Lag: Surround Me

Leikstjóri: Helgi & Hörður

Artisti: Sasha Siem

Lag: Crow

Leikstjóri: Helgi & Hörður

Artisti: Auður

Lag: Both Eyes on You

Leikstjóri: Helgi & Hörður

Artisti: Reykjavíkurdætur

Lag: Hæpið

Leikstjóri: Antonía Lárusdóttir

Artisti: East of my youth

Lag: Broken glass

Leikstjóri: Ugla Hauksdóttir

Artisti: Snorri Helgason

Lag: Einsemd

Leikstjóri: Óskar Kristinn Vignisson & Kriðpleir

Artisti: Jay Tyler

Lag: Life as a wall

Leikstjóri: Thoracius Appotite

Artisti: Joye Christ

Lag: Joey Cypher

Leikstjóri: Joye Christ

Skrifaðu ummæli