FJÓRIR SNJÓBRETTASNILLINGAR Á FERÐ UM EVRÓPU Í HÚSBÍL

0

trip 9

Fjórir snjóbrettasnillingar gerður sér lítið fyrir og skelltu sér í fjögurra mánaða roadtripp um Evrópu. Þeir Sigfinnur Böðvarsson, Viktor Franz, Dagur Guðna og Gísli Gylfa leigðu forláta húsbíl í Frankfurt og keyrðu þaðan norður til Hollands. Ferðin er eingöngu ætluð til snjóbrettaiðkunar og að taka upp nýtt efni sem mun rata í glænýja snjóbrettamynd sem kapparnir eru með í bígerð. Drengirnir eru nú staddir í Rovaniemi í Finnlandi og næsta stopp er óvitað enda elta þeir bara snjóinn og stemminguna hverju sinni.

Albumm náði tali af Sigfinni. 

Hvenær fóruð þið út og hvert eruð þið að fara?

Flugum út til Frankfurt 14. Janúar og keyrðum þaðan upp til Hollands til að shredda stærsta indoordome í Evrópu. Keyrðum þaðan upp í gegnum alla Svíþjóð til að filma street og erum núna staddir í Finnlandi að filma.

trip 3

trip 2

Hvernig kom þessi hugmynd til og voruð þið lengi að henda þessu í framkvæmd?

Viktor fékk þessa hugmynd þegar hann bjó í svíðjóð og vildi henda sér í einhvað svona trip eftir skólann úti. það var ekki mikið planað beint, planið var bara að eltast við snjóinn í Svíðjóð og Finnlandi til að geta filmað.

Hvað eruð þið að gera og hvað er markmiðið?

Aðalmarkmiðið er að renna okkur sem mest og ná að filma góða street parta, við náum vonandi að búa til alvöru snjóbrettamynd úr þessu sem myndi koma út næsta haust.

trip 4

trip 8

Hvernig bíl eruð þið á og hvar gistið þið?

Við erum á húsbíl og gistum nánast bara hvar sem er, helst nálægt spottum.

Eigið þið einhverja góða krassandi sögu sem hefur gerst í ferðinni?

Erum með fullt af krassandi sögum sem eru ekki beint nethæfar, „what happens in amsterdam stays in Amsterdam.“

trip 6

trip 7

Hvenær líkur ferðinni?

Fljúgum heim frá Frankfurt 16. Mars

Comments are closed.