FJÓRHJÓL, VEIP OG TRYLLT RAPP

0

Rapparinn Ragga Holm var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Hvað finnst þér um það?” Ragga er ekki einsömul í laginu en rapparinn góðkunni Kilo ljáir því einnig rödd sína!

Ragga hefur verið að gera það ansi gott að undanförnu t.d. með hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. Kilo hefur komið víða við að undanförnu og er einn færasti rappari landsin og óhætt er að segja að þetta dúó sé vægast sagt baneitrað!

BALATRON útsetti lagið og ætti hvert mannsbarn að kinka kolli við þennan snilldar takt!

Skrifaðu ummæli