FJÓRÐA UNDANKVÖLD MÚSÍKTILRAUNA ER LOKIÐ

0
nÁTTSÓL

NÁTTSÓL

Fjórða og síðasta undankvöldi Músíktilrauna 2016 er lokið og liggja þau bönd fyrir sem koma fram á úrslitunum næstkomandi laugardag. Af hljómsveitum gærkvöldsins kaus salur áfram Hórmóna og dómnefnd Náttsól. Ekki nóg með það, þá bættust þrjár hljómsveitir við úrslitakvöldið nú þegar öll kurl voru til grafar komin.Hljómsveitirnar þrjár sem dómnefnd bætti við á úrslitin eru þær Körrent, Miss Anthea og Spünk.

RuGi

RUGL

Því er listinn yfir þær ellefu hljómsveitir sem spila á úrslitakvöldinu næsta laugardagskvöld kominn endanlega á hreint!

Spünk
Miss Anthea
Körrent
Hórmónar
Náttsól
Amber
Wayward
Magnús Jóhann
Vertigo
Helgi Jónsson
RuGl

Úrslitakvöld Músíktilrauna hefst klukkan 17, laugardaginn 9. apríl í Norðurljósum Hörpu. Miðaverð er 2000 krónur.

hORMÓNAR

HORMÓNAR

Ljósmyndir tók Brynjar Gunnarsson fyrir http://www.musiktilraunir.is/

Comments are closed.