FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR TIL STYRKTAR SÓL Í TÓGÓ Á LAUFÁSBORG

0

1457571_550897501662291_323257748_n


Sunnudaginn 30. nóvember verða haldnir fjölskyldutónleikar til styrktar Sól í Tógó á Laufásborg. Sól í Tógó eru fjáls félagasamtök sem styrkja heimili fyrir varnarlaus börn í Gliji í Tógó. Peningarnir sem safnast á tóleikunum og á markaðnum breytast því í leikskólamenntun fyrir 2ja til 5 ára börn sem áttu áður engan að en eiga nú þig og alla þá sem styðja starf Sól í Tógó.

Vinir, vinkonur og velunnarar leikskólans Laufásborgar standa að tónleikunum sem verða haldnir á annarri hæð skólans þennan tiltekna dag milli 13 og 17.

Öll tónlistaratriðin tengjast Laufásborg og eru ýmist nemendur, kennarar, foreldrar eða vinir og velunnarar leikskólans.
Fram koma:
– Hamingjukór Laufásborgar (5 ára börnin)
– Þórir og Júlía
– Steindór Andersen
– Kira Kira
– Alda Dís, María og Bragi Þór
– Borkó
– Kiss the Coyote
– Valgeir Guðjóns
– Védís Hervör
– Helgi Valur

– Óbó

– Leynigestur
Kynnar dagsins eru yndisdúfurnar Alda Dís og Hávarr yngstu kennararnir á Laufásborg

Á efri hæð leikskólans verður svo markaður þar sem hægt er að versla varning innfluttan frá Tógó, m.a. fallegar töskur og svuntur og einstök teppi, allt handgert af vinnufólki í Gliji. Boðið verður upp á vöfflur, kaffi og kakó í kjallara skólans.
Sendum hlýjar og fallegar hugsanir frá Laufásvegi til barnanna í Tógó og skellum okkur á tónleika!

 

Miðaverð:
2.000 kr. fyrir fullorðna
1.000 kr. fyrir 18 ára og yngri

 

Comments are closed.