FJÖLDA LISTAMANNA BÆTT VIÐ ATP

0

ATP Iceland 2015_SQ

Public Enemy, Swans, Lightning Bolt, Bardo Pond, Grísalappalísa, Valdimar, Stafrænn Hákon, Oyama, Mr Silla og Kippi Kaninus bætast í hóp. Iggy Pop, Drive Like Jehu, Belle and Sebastian, Godspeed You! Black Emperor o.fl.


ATP hátíðin á Íslandi hefur nú tilkynnt um tíu nýjar hljómsveitir sem munu koma fram á Ásbrú í sumar, þriðja árið sem hátíðin fer fram hér á landi.

Hljómsveitirnar bætast þar með í góðan hóp sem fer ört stækkandi, en heildarlista staðfestra hljómsveita má sjá að neðan.
Hátíðin fer fram dagana 2.- 4. júlí næstkomandi og nú er búið að opna fyrir miðasölu á midi.is.

Listi yfir staðfestar hljómsveitir hingað til:

Iggy Pop
Drive Like Jehu
Belle and Sebastian
Public Enemy
Swans
Godspeed You! Black Emperor
Run The Jewels
Mudhoney
Loop
Lightning Bolt
Bardo Pond
Kiasmos
HAM
Ghostigital
Ought
Clipping
The Bug
Younghusband
Xylouris White
Deafheaven
Iceage
Chelsea Wolfe
The Field
White Hills
Ghostigital
Oyama
Vision Fortune
Grísalappalísa
Valdimar
Stafrænn Hákon
Mr Silla
Kippi Kaninus
Tall Firs
Grimm Grimm 
 
Pólitískt hlöðnu hipphopp sveitina Public Enemy ættu flestir að þekkja sem fremsta meðal jafningja, sem treður upp hér á landi í fyrsta sinn í ár. Hinnar goðsagnakenndu Swans hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu af æstum aðdéndum sveitarinnar hér á landi. Bardo Pond frá Philadelpiu bjóða upp á einstakt 90’s geim-rokk sitt og Lightning Bolt fylgja eftir plötu sinni Fantasy Empire með tónleikum sem munu án efa reyna á hávaðamörk áhorfenda. Íslensku hljómsveitirnar þarf svo varla að kynna, en saman sýna þær fjölbreytta flóru íslenskrar tónlistar, merkta sama gæðastimplinum. 
 

Miðakaup, tjöld og almennar upplýsingar:

Til að mæta fjölda fyrirspurna hefur hátíðin nú sett á laggirnar nýtt fyrirkomulag sem gerir áhugasömum kleift að skipta greiðslum helgarpassa (auk rútuferða) til helminga. Hér má greiða fyrri helming (til og með 30. apríl), en að því loknu fær viðkomandi sendan link með frekari upplýsingum um seinni greiðsluna (til og með 31. maí). Athugið: Mikilvægt er að greiða innan þessara dagsetninga, annars eru miðakaupin ógild. 

Almenna miða má nálgast á midi.is þar sem einnig er hægt að lesa meira um fyrirkomulag miðasölu og þá möguleika sem eru í boði. 
 
Hægt er að fjárfesta í þjónustu Rent-A-Tent sem bjóða upp á tilbúin tjöld ásamt fylgihlutum og aðgengi hátíðar-tjaldsvæðisins, svo það eina sem þarf að gera er að mæta á svæðið. Sjá meira hér.
ATP verður haldin á Ásbrú, fyrrum varnarliðssvæðinu, sem á sér sögu sem rekur aftur til ársins 1941 en bandaríski herinn yfirgaf svæðið árið 2006. Svæðið er staðsett í fimm mínútna aksturfjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæ, um korter frá Bláa Lóninu og hálftíma frá höfuðborgarsvæðinu. Á hátíðarsvæðinu verða tvö svið sem bæði eru innandyra, auk annars konar skipulagðrar dagskrár sem tilkynnt verður um síðar. Líkt og fyrri ár verður hægt að kaupa krásir á viðráðanlegu verði á hátíðarsvæðinu, en í ár verður úrvalið breikkað og sölustöðum bætt við flóruna.
„When it comes to putting on a bloody good festival with some of the most influential bands of all time and the most inventive of new talent, you can’t really go wrong with ATP. Putting on a festival in Iceland is just another stroke of genius.“ – Gigwise„This weekend was without a doubt the best music festival I’ve ever been to.“ – KEXP

„I took a walk in downtown Reykjavík earlier today; all I heard was talk of Portishead and ATP. That, I think, is a triumph“ – Iceland Review

„At a new locale ensure its tradition is not dead; it has just freshened up and moved north“ – Drowned in Sound

„One of the best festivals we’ve ever been to.“ – London In Stereo

Comments are closed.