FINNSKI TÓNLISTARMAÐURINN JAAKKOO EINO KALEVI SPILAR Á LOFT ANNAÐ KVÖLD 5. MARS

0

JAAKKO 2

Finnski tónlistarmaðurinn Jaakko Eino Kalevi er Íslendingum góð kunnugur. Hann byrjaði starfsferillinn sinn sem lestarstjóri á sporvögnum í Helsinki en áhuginn færðist yfir í tónlistarsköpun og síðan hefur frægðarsólinn hans risið. Jaakko spilaði hérlendis árið 2014 á vegum Airwaves hátíðarinnar og var talinn vera einn af hápunktum hátíðarinnar og stuttu síðar gaf hann út breiðskífu á vegum einu virtasta plötufyrirtæki heims, Domino Records. Vakti sú skífa mikla athylgi og fékk lof gagnrýnanda hjá Pitchfork, The Fader, BBC radio og svo mætti lengi telja.

Þegar hann var á Íslandi kynntist hann landinu og ýmsum tónlistarmönnum. Því hefur hann ákveðið að stoppa stutt hér á Evróputúr sínum áður en hann heldur áfram til Mið-Ameríku þar sem hann kemur fram á hátíð í Mexíkó borg. Á tónleikunum sínum á Loft mun hann koma fram með Magnúsi Tryggvasyni úr hljómsveitinni Moses Hightower og Tuma Árnasyni úr Grísalappalísu.

JAAKKOO

Jaakko spilar silkimjúkt synth-pop með dökku ívafi. Tónlistin hefur verið líkt við Ariel Pink, Caribou og Arthur Russel.

Gjörningapönk tvíeykið Panos from Komodo sér um að hita mannskapinn upp. Dúóið treður oftast upp á óvæntustu stöðum, bakgörðum, inniströndum og útlöndum. Þeir trúa á að fyrsta skiptið sé besta skiptið, og taka því upp lög í fyrsta skipti sem þau eru spiluð. Fyrsta platan þeirra verður gefin út hjá Ladyboy Records í vor og ber hún nafnið A Safe And Convenient Place To Live Where The Sky Is Blue And Where All Dreams Come True.

Tónleikarnir hefjast kl 21.00 og er aðgangur ókeypis.

Comments are closed.