„FIND A WAY” GEFUR TÓNINN FYRIR ÁRIÐ

0

Dúóið BLISSFUL (Svala Björgvins og Einar Egils) sendir í dag frá sér sitt fyrsta lag á árinu en það ber heitið „Find A Way.”  Lagið kemur úr sömu smiðju og fyrri lög Blissful, „Elevate”, „Paper” og „Make It Better” og gefur það tóninn fyrir árið. Mikið er um að vera hjá sveitinni en á stefnuskránni er útgáfa á EP / stuttskífu, fleiri smáskífum og tónleikum!

Framundan er þeirra fyrsta framkoma á Íslandi sem Blissful en sveitin kemur fram á tónlistarhátíðinni Sónar sem fram fer í Hörpu í Mars en Blissful mun koma fram á aðalsviði hátíðarinnar. Virkilega spennandi hlutir eru framundan hjá Blissful sem og hjá Svölu Björgvins sem sóló söngkonu.

Blissfulcreative.com

Instagram

Skrifaðu ummæli