FIMMTUGSAFMÆLI KURT COBAIN FAGNAÐ MEÐ TÓNLEIKUM

0

Hljómsveitina Nirvana þarf ekki að kynna en henni verður gerð góð skil á tvennum heiðurstónleikum á Akureyri og í Reykjavík. Slíkir tónleikar hafa verið haldnir áður við hin ýmsu tilefni en nú er svo komið að fagna afmæli forsprakkans, Kurt Cobain en kappinn hefði orðið fimmtugur þann 20. febrúar síðastliðinn ef hann hefði lifað.

Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 24. febrúar á Græna hattinum á Akureyri og laugardagskvöldið 25. febrúar á Hard Rock Café í Reykjavík. Leikin verða öll bestu og næst bestu lög Nirvana í rafmögnuðum útgáfum.

Heiðurssveitina skipa: Einar Vilberg – Söngur og Gítar, Franz Gunnarsson – Gítar og Söngur, Kristinn Snær Agnarsson – Trommur og Jón Svanur Sveinsson – Bassi og Söngur.

Hægt er að skoða facebook viðburðinn hér.

Skrifaðu ummæli