Fimmta hljómplatan komin út og tónleikaferð til Mexíkó

0

Hljómsveitin Dan Van Dango var að senda frá sér sína fimmtu hljómplötu og að þeirra sögn er þetta tvímælalaust besta skífan til þessa. Platan ber heitið Lægð Yfir Landinu og inniheldur hún sex seiðandi lög sem er undir suðrænum áhrifum.

Fyrirhugað tónleikaferðalag Dan Van Dango hefst í Merida í Mexíkó í Janúar næstkomandi og verða alls sex til níu tónleikar þar í nærliggjandi borgum. Platan er aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum.

Skrifaðu ummæli