FIMM TÓNLISTARATRIÐI KOMA FRAM Á NORTHERN WAVE FILM FESTIVAL

0

cryptochrome

Northern Wave Film Festival er eins og nafnið gefur til kynna kvikmyndahátíð en hún fer fram dagana 21 – 23 Október næstkomandi í Frystiklefanum í Rifi. Sýndar verða yfir sextíu alþjóðlegar stuttmyndir ásamt slatta af Íslenskum tónlistarmyndböndum. Albumm.is í samstarfi við Northern Wave tilnefndi myndböndin en blásið verður til heljarinnar tónleika á hátíðinni.

northern

Tónlistarveislan byrjar í kjölfar fiskiréttakeppni Northern Wave þar sem keppt verður um besta fiskiréttinn en Hrefna Rósa Sætran dæmir í keppninni.

Hljómsveitirnar sem spila eru Futurgrapher, Védís Hervör, Hafdís Huld, Bláskjár og Cryptochrome loka kvöldinu.

Tónleikarnir verða laugardaginn 22. október næstkomand.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér

 

Comments are closed.