FIGUREIGHT GEFUR ÚT PLÖTUNA EPICYCLE EFTIR GYÐU VALTÝSDÓTTUR Á VÍNYL

0

Útgáfufyrirtækið figureight gaf nýverið út plötuna Epicycle eftir Gyðu Valtýsdóttur á heimsvísu á vinyl. Epicycle kom út á geisladisk á vegum Smekkleysu á Íslandi eingöngu á síðasta ári og hlaut mikið lof gagnrýnenda en hún hlaut meðal annars verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir plötu ársins og plötu-umslag ársins sem og Kraumsverðlaun.

Plötuna má nálgast á vínyl og geisladisk í helstu plötuverslunum, en einnig má nálgast hana stafrænt á helstu streymisveitum sem og á bandcampsíðu Gyðu.

Gyða kemur fram tvisvar á Iceland Airwaves, á miðvikudag á Loft hostel kl. 18.30 og á sérstökum tónleikum í Fríkirkjunni á fimmtudag kl. 22.10.

Skrifaðu ummæli