Figureight gefur út Ding Ding með Indriða

0

Útgáfufyrirtækið figureight hefur nú tilkynnt um fyrstu útgáfu ársins, Ding Ding með tónlistarmanninum Indriða sem kemur út 18. maí næstkomandi.

Indriði (Ingólfsson) hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, hefur meðal annars gert garðinn frægann með hávaðarokksveitinni Muck auk þess sem hann er menntaður myndlistamaður frá LHÍ og hefur tekið þátt í hinum ýmsu gjörningum, til að mynda Feneyjartvíæringnum og í uppsetningu Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsinu á síðasta ári.

figureight gaf út fyrstu sólóplötu Indriða, Makríl, árið 2016 sem meðal annars hlaut lof í miðlum á borð við Clash og The Line Of Best Fit. Nú 18. maí kemur ding ding út, en hægt er að forpanta hana á bandcamp nú þegar, þá fylgir strax með niðurhal á „Amma.”

Vefmiðillinn self-titled hefur nú birt fyrsta síngúl af ding ding, „Amma.“ Hér má lesa nokkur orð frá Indriða um hvernig það varð til.

Skrifaðu ummæli