FERSKIR STRAUMAR BAÐAÐIR Í BORGARLJÓSUM

0

Cell7 eða Ragna Kjartansdóttir var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „City Lights.” Lagið er tekið af væntanlegri plötu sem enn hefur ekki fengið útgáfudag eða nafn en eitt er fyrir víst að við bíðum afar spennt eftir gripnum! Ragna gaf út plötuna cellf árið 2014 og fékk hún frábærar viðtökur en hana má nálgast á Spotify.

Ragna gerði garðinn frægann með goðsagnakenndu rappsveitinni Subterranean en hún skaust upp á stjörnuhimininn með plötunni Central Magnetizm árið 1997. Segja má að Ragna sé frumkvöðull í íslensku rappi en hún er svo sannarlega í banastuði í umræddu lagi!

Gnúsi Yones tók upp og útestti lagið, Friðfinnur Sigurðsson sá um mix og Kelly Hibbert sá um masteringu. Birgir Páll Auðunsson ásamt fleirum á heiðurinn af myndbandinu og er það hreint út sagt tær snilld!

Cell7 (Ragna) kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár en hana má sjá og heyra í á eftirfarandi stöðum:

Föstudaginn 6. Nóvember á Bunk Bar

Laugardaginn 7. Nóvember á Sólon 

Sunnudaginn 8. Nóvember á Húrra

Dagskrána má nálgast hér

Einnig má hlýða á „City Lights“ á Spotify

Cell7music.com

Skrifaðu ummæli