FERÐUÐUST UM LANDIÐ MEÐ BAKPOKA, MORGUNKORN OG GÓÐA VINI

0

Árið 2014 áttu BMX Brós sér þann draum að gera mynd og þeir gerðu það! Benedikt Benediktsson, Magnús Bjarki Þórlindsson, Anton Örn Arnarson og Bjarki Harðarson hafa verið iðnir við að sýna listir sýnar út um allt land og eru augun ávallt opin fyrir nýjum stöðum til að hjóla á!

Drengirnir segjast hafa lent í allskonar hremmingum, barist var við óveður og komið í allskonar bæi, stóra sem smáa. Myndin er tekin upp 2014 – 2016 en hugmyndin var að henda út DVD disk, þangað til tölvan ákvað að segja NEI! Tókst að henda myndinni á veraldarvefinn áður en tölvan dó endanlega, sem betur fer því hér er á ferðinni frábær mynd!

Skrifaðu ummæli